Náttúra
Jarðfræði Álftaness
Álftanes er láglent nes sem tengist landi með mjóum granda. Berggrunnur Álftaness er grágrýti en grágrýti eru gömul hraun og á þessum slóðum hafa þau runnið fyrir og eftir síðasta kuldaskeið ísaldar. Gálgahraun sem er gengt Bessastaðanesi er yngra eða um 7000 ára gamalt og rann það úr Búrfellsgjá sem er í um 10 kílómetra fjarlægð. Í Gálgahrauni á Álftanesi hafa varðveist minjar um göngu- og reiðleiðir þjóðarinnar allt frá landnámi. Á Álftanesi má sjá forna jökulgarða frá kuldaskeiði fyrir um 12.000 árum.