Eyvindarholt
Eyvindarholt er gistiheimili þar sem áhersla er lögð á sérstöðu staðarins, náttúru og dýralíf á Álftanesi. Húsið er einstök íslensk hönnun gerð af Sigríði Ólafsdóttur arkitekt og endurbyggt á gömlum grunni á árunum 2004-2007. Gistiheimilið er staðsett á útsýnisstað á Álftarnesi og í næsta nágrenni við Bessastaði. Örstutt er að sækja menningu, verslun og þjónustu enda í aðeins 15 mínútna akstur til miðborgar Reykjavíkur.
Sveit í borg
Í rekstri gistiheimilisins leggjum við áherslu á vistvænan lífstíl og persónulega þjónustu, þar sem heimaræktun matvæla og matreiðsla fyrir morgunverðarborðið er mikilvægur þáttur í starfi okkar. Grænmeti, ber og krydd koma gjarnan úr matjurtagarðinum við húsið og úr heimagróðurhúsi á Álftanesi. Við kjósum að fara eigin leiðir í rekstri, hönnun og þjónustu og vonum að gestir okkar upplifi þannig betur sérstöðu staðarins og fari heim með góðar minningar eftir dvöl á Eyvindarholti.